Wednesday, November 23, 2011

Hversu "smart" eru neytendur?

Sem markaðsmaður & sem neytandi vakti þessi vara mig til umhugsunar

Með nýjan iphone 4s á leiðinni frá Kanada ... slefandi yfir þessum "nauðsynlegu" úrum, fór ég að hugsa. Í þessum ólgusjó sem oftast er kenndur við "snjallsímavæðinguna" - hvar byrjar og endar hin raunverulega þörf mín fyrir tækjum, tækni og tólum ?

Ég persónulega get t.d.ekki lifað án þess að hafa símann við hönd.  Ég einfaldlega verð að geta sótt minn tölvupóst, skoðað hvað er að gerast á facebook & sótt mér upplýsingar og verið í samskiptum við þá/það sem er að gerast í mínu nánasta umhverfi.  Sú þörf er þó mín, en ekki allra. Margir af mínum nánustu vinum skilja einfaldlega ekki hvernig ég tími að sólunda tíma mínum á slíkan máta.

En afhverju í ósköpunum....

  • Langar mig að geta skoðað tölvupóstinn minn í úrinu?
  • Myndi mér langa að geta svarað í símann með úrinu, þegar ég er með símann í vasanum?
  • Vill ég borga fúlgu fjár til þess að geta farið á netið í úrinu?

Hef ég þörf fyrir þessa vöru?

Samkvæmt félagsfræði 101 (almenn skynsemi) eru lífsnauðsynlegar þarfir skilgreindar sem: súrefni, nærings, ást, umhyggja og samskipti við aðra o.s.frv.  Félagsmótun, okkar eigin gildi og viðmið hafa síðan áhrif á hvernig við höfum þá helst samskipti við þá sem okkur skipta hvað mestu máli.  Bæði efnislegar og félagslegar þarfir okkar eru út frá því mismunandi eftir því t.d. hvert umhverfi okkar er, hvernig uppeldi okkar var, og hver áhersla á veraldlega "blingaða" hluti var í æsku.  Síðast en ekki síst, hvaða áhrif hefur viðkomandi vara á okkar eigin sjálfsmynd?  Hvar liggur línan milli raunverulegrar þarfar, markaðssetningar og jafnvel félagsmótunar.

Samkvæmt skilgreiningu eru gerfiþarfir, allt það sem við getum einfaldlega lifað án.  Þó eru fræðimenn ekki á eitt sáttir með þessa skilgreiningu og vilja meina að hugtakið "gerfiþörf" sé í raun afstætt, þar sem allar þarfir séu raunverulegar þótt þær séu ekki beint það sem Maslow vinur okkar hafði í huga.


Með tilkomu snjallsímans mun markaðurinn fyrir aðrar "nytjavörur" sem I'm Watch stækka hratt og örugglega.  Síðasta fíflið er ekki fætt, muldra eflaust margir.  En hvað um það.  Spurningin er þó hvar mörkin eru á milli þess að framleiða & markaðssetja vöru sem raunverulega bætir lífið, þess sem þarf að kenna fólki á (t.d. netið í símann - sem enginn er háður nema að hafa vanið sig á) og þess sem hefur engu "raunverulegu" við lífð að bæta, en bara svín lúkkar

Dæmi hver fyrir sig - ég veit allavega að mig sárvantar eitt svona :Þ

No comments:

Post a Comment